Leit á vefnum

Einföld leit

Leitað að ný aðildarríki - 295 svör fundust
Niðurstöður

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB?

Í stuttu máli er svarið nei. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggir á því að aðildarríki tekur sem gilda menntun sem nemandi hefur öðlast í...

Hverjir eru möguleikar Íslands á að tengja gengi krónunnar við evru?

Gengistenging felst í því að gengi innlends gjaldmiðils er tengt öðrum gjaldmiðli eða körfu gjaldmiðla. Hægt væri að tengja gengi krónunnar við evru án þess að Ísland gengi í Evrópusambandið. Ef Ísland mundi tengja gengi krónunnar við evru yrði ákveðið verð krónu skilgreint gagnvart evru sem Seðlabanki Íslands mun...

Um hvað snúast deilurnar á Norður-Írlandi?

Annars staðar á Vísindavefnum er svarað spurningunni Af hverju er Norður-Írland ekki sjálfstætt? og er þar farið yfir þær sögulegu aðstæður sem valdið hafa því að átök hafa undanfarin tæp fjörutíu ár sett svip sinn á líf íbúa Norður-Írlands. Þegar spurt er um hvað deilurnar á Norður-Írlandi snúast er því fyrst...

Evrópa 2020

Evrópa 2020 er 10 ára stefnumörkun Evrópusambandsins sem hefur það markmið að stuðla að sjálfbærum hagvexti innan sambandsins. Áætluninni var komið á fót árið 2010. Hún tók við af Lissabon-áætluninni sem gilti í 10 ár frá árinu 2000 og hafði að markmiði að tryggja samkeppnishæfni Evrópu. Áætlunin Evrópa 2020 var m...

Var gert hlé á aðildarviðræðum Íslands og ESB eða var þeim slitið? Stundum finnst manni það óljóst í umræðunni.

Stefna ríkisstjórnarinnar í Evrópumálum mælir fyrir um að hlé sé gert á aðildarviðræðum Íslands og Evrópusambandsins og úttekt gerð á stöðu viðræðanna og þróun mála innan ESB. Þá verði aðildarviðræður ekki hafnar aftur fyrr en að lokinni þjóðaratkvæðagreiðslu en hvort og hvenær hún á að fara fram er óljóst. Aðilda...

Er algengt að aðildarríki ESB myndi klíkur eða bandalög?

Aðildarríki Evrópusambandsins starfa gjarnan saman þegar hagsmunir þeirra eiga samleið til að auka áhrif sín innan sambandsins. Þar sem engin tvö ríki eiga nákvæmlega sömu hagsmuna að gæta eru hagsmunabandalög yfirleitt ekki langlíf heldur einangruð við einstök málefni. Sum hagsmunabandalög hafa þó verið starfrækt...

Gilda sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB? - Myndband

Það gilda ekki sömu reglur um viðurkenningu á menntun í öllum aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið fer ekki með valdheimildir til að setja reglur í menntamálum en það hefur heimildir til að stuðla að samvinnu aðildarríkjanna í þeim málaflokki. Viðurkenning menntunar innan Evrópusambandsins byggist á því að aðildarrí...

Var Ísland að undirgangast einhverjar lagalegar skyldur með því að sækja um aðild að ESB?

Ekki verður séð að Ísland hafi tekið á sig nýjar lagalegar skuldbindingar með því að sækja um aðild að Evrópusambandinu. Aðildarviðræðurnar fara fram í samræmi við ákveðinn samningsramma (e. negotiating framework) þar sem vísað er sérstaklega í 49. grein sáttmálans um Evrópusambandið (e. Treaty on the European Uni...

Mannréttindadómstóll Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu (European Court of Human Rights, ECHR) var stofnaður árið 1959 á grundvelli Mannréttindasáttmála Evrópu og tryggir að aðildarríki Evrópuráðsins (Council of Europe) virði þau réttindi sem kveðið er á um í sáttmálanum. Dómstóllinn hefur ekki formleg tengsl við ESB. Mannréttindadómstól...

ESB-ríkin

Aðildarríki ESB eru 28 talsins. Stofnríki sambandsins voru Þýskaland, Frakkland, Ítalía, Belgía, Holland og Lúxemborg en við stofnun þess árið 1958 gekk það undir heitinu Efnahagsbandalag Evrópu. Nokkrum árum áður, árið 1952, höfðu sömu ríki einnig stofnað Kola- og stálbandalagið. Á næstu þremur áratugum gengu Bre...

Hvað eru uppbyggingarsjóðir ESB?

Uppbyggingarsjóðir Evrópusambandsins eru þrír: Byggðaþróunarsjóður, Félagsmálasjóður og Samheldnisjóður. Þeir hafa það hlutverk að styðja við markmið byggðastefnu Evrópusambandsins um að auka efnahags- og félagslega samleitni milli svæða sambandsins. Samanlagt hafa uppbyggingarsjóðirnir yfir að ráða 347 milljörðum...

Hver er stefna ESB þegar kemur að viðskipta- og fríverslunarsamningum?

Aðildarríki Evrópusambandsins (ESB) komu sér upp sameiginlegum tollum um leið og tollar voru felldir niður þeirra á milli með tollabandalagi árið 1968. Litið er svo á innan sambandsins að fríverslun aðildarríkjanna sín á milli hafi verið ein af undirstöðum velsældar í álfunni undanfarin 50 ár. Þegar vara er flutt ...

Feneyjanefndin

Nefnd Evrópuráðsins um lýðræði með lögum (e. The European Commission for Democracy through Law), sem í daglegu tali er kölluð Feneyjanefndin (e. Venice Commission), er ráðgjafarnefnd Evrópuráðsins um stjórnskipunarmál. Nefndin var stofnuð í Feneyjum árið 1990 en í kjölfar falls Berlínarmúrsins var mikil þörf á...

Milliríkja-

(intergovernmental) er haft um ákvarðanir, fundi, stofnanir og þess háttar þar sem áherslan er á ríkisstjórnir aðildarríkjanna í stað eigin stofnana ESB. Sameiginlega stefnan í utanríkis- og öryggismálum (SSUÖ) fellur í þennan flokk....

Gilda strangar reglur um aðbúnað í fangelsum í löndum Evrópusambandsins?

Reglur um aðbúnað í fangelsum eru settar af aðildarríkjum ESB. Evrópusambandið hefur ekki laga- eða reglusetningarvald á sviði aðbúnaðar í fangelsum, aðildarríkin fara sjálf með slíkar valdheimildir. Á vettvangi Evrópuráðsins vinna Evrópuríki hins vegar saman að mannréttindavernd. Meðal annars hefur ráðið beitt sé...

Leita aftur: